news

Deildarfréttir Hvolpakot

01 Nóv 2018

Nú er Nóvember að ganga í garð og vonandi fer nú að hætta að rigna á okkur. Það er farið að frysta aðeins og þá er gott að hafa góða poka og teppi í vagnana og muna eftir hlýju fötunum.

Það er alltaf gott að minna á merkingar fata, snuða og fylgihluta, því fleira sem er merkt því betra.
Hólfin eru sem fyrr tæmd á Föstudögum og gott að athuga þá einnig hvað gæti vantað af aukafötum inni á hólfum inni á hólfum skiptiaðstöðu/bleyjuaðstöðu.
Endilega setjið vagna inn í skúr á morgnana.
Nú er bleyju áskrift í boði á vegum leikskólans og eru það 2000 kr á mánuði, endilega látið deildarstjóra vita ef áhugi er á áskrift.
Nú byrjum við hópastarf inni á deildum og er því skemmtilegur tími framundan en þá leggjum við áherlsu á læsi, liti og hreyfileikni meðal annars.
Við þökkum að venju fyrir einstaklega gott samstarf ????