news

Deildarfréttir Hvolpakot

16 Feb 2019

Kæru foreldrar:


Í febrúar höfum við lagt áherslu á hópastörf og er ýmislegt gert á þeim vettfangi, S.S að heimsækja Grallara herbergið og skoða þar hin ýmsu leikföng sem eru til dæmis ekki inni á deildum. Við skoðum snjóinn einnig innandyra og meðhöndlum hann og skoðum og smökkum. Börnin hafa haft einstaklega gaman af því. Einnig er buslað í bala, föndrað með liti og glimmer og svo er auðvitað lesið og sungið af krafti. Breytingarnar með salinn, það er að byrja frekar inni á deildum og enda inni á deildum hefur gefist mjög vel og hefur skapað rólegheita gír sem er gott að hafa í byrjun og lok dags. Áhersla verður á að skreita deildarnar með list eftir börnin enda svo gaman að vinna með þeim að slíku og ekki verra að setja upp fyrir pabba og mömmu til að skoða. Kær kveðja, starfsfólk Leikgarðs.