news

Deildarfréttir

23 Jan 2019

Kæru foreldrar barna á Leikgarði.

Við bjóðum velkomna Siggu Steph, leikskólastjóra yfir Leikgarði, Mánagarði og Sólgarði. Hún hefur nú tekið við af Maríu Petrínu Berg. Með nýju fólki koma nýjir tímar og mun Leikgarður fagna þessu samstarfi og einnig taka vel þeim breytingum sem ætlaðar eru til að samhæfa starf og leik.

Frá og með fim 24 Jan munum við hætta að nota salinn til að opna og loka, þannig að tekið verður á móti börnum inni á sinni deild og þau kvödd af sinni deild.
Einnig héðan í frá mun morgunmatur byrja kl 08:15 og ljúka 8:45. Þessar breytingar þýða því meira jafnvægi og ró fyrir börnin. Gott er að hafa í huga að koma með börn tímanlega sem að borða ekki heima heldur vilja taka þátt í morgunmat með okkur.

Þar sem hand fóta og munn hefur verið í gangi viljum við biðja foreldra að taka öll snuð heim og sjóða þau en einnig biðja um að passa að a.m.k eitt snuð sé á leikskólanum fyrir þau börn sem nota snuddu og að þau séu merkt. það má alveg merkja með permanent penna með upphafstöfum framan á snuðið. Ómerktum snuðum verður hent komandi þriðjudag.

Að venju bendum við á að setja vagnana inn í skúr á meðan að pláss leyfir og passa upp á að krílin séu með aukaföt og bleyjur, gott er að fara yfir stöðuna t.d á fös. Það er óþarfi að hafa meira af aukafötum en tvennt af hverju.

Við viljum benda á að leikskólinn opnar kl 08:00 og lokar kl 16:00. Starfsfólk er komið í hús 07:45 og þeir foreldrar sem á þurfa að halda er velkomið að láta deildarstjóra vita ef barn þarf að koma fyrir kl 8:00. Þá er sjálfsagt að verða við því. Ef seinkun verður, endilega hringið og látið vita ef þið náið ekki að sækja fyrir kl 16:00. Þá er starfsfólk í húsinu til kl: 16:15.

Að lokum viljum við þakka fyrir gott samstarf og fagna snjónum sem hefði mátt koma aðeins fyrr en þrátt fyrir það hafa börnin haft gaman af.

Kær kveðja, starfsfólk Leikgarðs.