news

Sól og sumar

28 maí 2018

Komið sæl foreldrar,

Allt gengur sinn vanagang hér á Kisukoti og erum við aðeins byrjuð að föndra "kveðju" möppur fyrir þau börn sem eru komin með flutning á aðra leikskóla.

Annars höfum við verið mjög dugleg að fara út þó að veðrið sé ekki alltaf með okkur í liði. Við förum þá helst frekar út eftir morgunmat því að þá er venjulega ekki byrjað að rigna. Veðrið í dag er samt mjög gott og munum við nýta það til hins ýtrasta!

Tvö ný börn byrja svo hjá okkur 1.júní og heita þær Lukka Maísól og Emilía Unnur. Við hlökkum mjög til að fá þær inn á Kisukot.

Kær kveðja,

Kisukot