Sumarhátið

30 Maí 2018

Kæru foreldrar,

Við hér á Leikgarði viljum minna ykkur á okkar árlegu sumarhátíð sem haldin verður föstudaginn 8. júní n.k. klukkan 13:30 stundvíslega. Við ætlum að gera margt skemmtilegt saman og leikhópurinn Lotta ætlar svo að koma klukkan 14:00 og vera með söngatriði fyrir okkur. Mikilvægt er að allir séu mættir tímalega til að missa ekki af Lottu.

Við verðum saman með Sólgarði eins og við gerðum í fyrra. við verðum í garðinum á Leikgarði.
Foreldrar, systkin, ömmur og afar eru hvött til að koma og njóta dagsins með okkur.
Bestu kveðjur starfsfólk Leikgarðs