news

Staðfesting á skólavist

04 Jan 2019

Kæru foreldrar

Skila þarf inn staðfestingu á skólavist fyrir vorönn 2019 fyrir 10. janúar 2019

Skólavottorðum má skila til deildarstjóra eða leikskólastjóra.

Kær kveðja

Starfsfólk Leikgarðs

Námsmannaafsláttur

Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði: • Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn.

Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða. • Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.

Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.

Nám sem tekið er gilt er það sama og nám sem lánshæft er hjá LÍN.

Eignist hjón eða sambúðarfólk, er notið hafa námsmannaafsláttar, barn, geta þau sótt um að fá námsmannaafslátt á meðan fæðingarorlof stendur, þó að hámarki í 9 mánuði þrátt fyrir að annað foreldrið uppfylli ekki framangreind skilyrði um lágmarksfjölda eininga á önn enda fylgi umsókn staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að það foreldri sem ekki uppfyllir skilyrði námsmannaafsláttar sé í fæðingarorlofi.