Skólavottorð

01 Ágú 2017

Kæru foreldrar

Við viljum minna á að síðasti dagur til að skila inn skólavottorðum haustannar er 15. ágúst. Einingafjöldin þarf að koma fram á vottorðunum.

Námsmannaafsláttur

Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:

Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Takk þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.

Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.


Afsláttur til einstæðra foreldra

Afsláttur er veittur að fenginni umsókn foreldris. Umsókn skal endurnýjuð árlega, fyrir 15. ágúst og afhent leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla.

Foreldri sem greiðir námsgjald sem einstætt foreldri þarf að vera skráður einstæður í þjóðskrá.

Skóla- og frístundasvið getur óskað eftir frekari staðfestingu á því að foreldrar séu einstæðir, s.s. að þeir undirriti staðfestingu þess efnis.