news

Jólaball og aðventukaffi

03 Des 2018

Jólaball Leikgarðs verður miðvikudaginn 12. desember í salnum. Við dönsum í kringum jólatréð og syngjum jólalög. Jólaballið verður tvískipt, Kisu- og Bangsakot verður kl. 9:00 og Hvolpa- og Svanakot verður kl. 9:30. Því væri gott ef börnin væru komin fyrir þann tíma.

Sama dag verður svo aðventukaffi klukkan 14:00. Þá er foreldrum boðið í heitt kakó. Þetta er notaleg stund saman með börnunum okkar og því væri gaman að sjá sem flesta. Ömmur, afar og systkini eru hjartanlega velkomin líka.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Leikgarðs