Útifatnaður

12 Apr 2018

Jæja, þá er líklega kominn tími á nýja frétt.

Það er allt ágætt að frétta af okkur. Við erum að koma okkur aftur í rútínu eftir páskafríið en vonandi höfðu allir það gott um páskana :)

Við fórum í hópastarf í dag, í fyrsta skipti eftir páska :/ Guli hópur var að púsla, rauði hópur var að kubba, græni hópur fór í salinn að leika og blái hópur var að ærslast á dýnunni.

Mikill dagamunur er á veðrinu þessa dagana og því getur verið kulda - og pollagallaveður í sömu vikunni, því er gott að vera með fatnað sem hentar bæði kulda og hlýju. Kuldagalla, pollagalla, vettlinga, sokka og 2 húfur; aðra hlýja og hina þynnri.

Harpa er í fríi til 9. maí.

Kv.

Katla, Björg, Magda, Emilía og Pálína