Annar í hvítasunnu

18 Maí 2018

hæhæ, það er allt ágætt að frétta af okkur þó veðrið sé enn frekar óútreiknanlegt og við náum ekki að fara eins mikið út og við hefðum viljað. Við náðum þó að fara þvisvar út þessa viku, sjáum svo til hvernig veðrið verður eftir síðdegishressinguna á eftir.

Það hafa orðið smá starfsmannabreytingar hjá okkur en Pálína og Björg eru báðar komnar í 100% starf í sumar, Emilía fór yfir á Kisukot og Harpa er komin úr leyfi í 100% starf inná Svanakot. Þá er Lisbeth í 50% starfi hjá okkur en hún var inná Svanakoti. Á Bangsakoti eru þá núna; Katla, Magda, Pálína og Björg í 100% starfi og Lisbeth í 50%, frá 8:00-11:30.

Það er lokað á mánudaginn, 21. maí, þar sem það er annar í hvítasunnu. Sjáumst hress á þriðjudaginn :)

kv.

Katla, Björg, Magda, Pálína og Lisbeth