Nóvember gengin í garð

07 Nóv 2017

Komið sæl foreldrar,

Í dag byrjuðum við á Kisukoti á jólaföndri til þess að hafa nægan tíma til þess að dunda okkur við það.

Nokkuð er um veikindi á deildinni okkar en öllum börnunum líður vel hjá okkur og hlökkum við til að fá hin aftur til okkar.

Veðrið er ennþá okkur í hag og munum við því reyna að fara út eins mikið og við getum. Við höfum verið að taka smærri hópa út, til þess að börnin sem eru kannski með hor eða hósta geti fengið að vera inni í hita og kósí. Ef að þið viljið sérstaklega að ykkar barn sé inni þá megið þið endilega láta okkur vita þegar þið komið á morgnanna.