Mikil útivera þessa vikuna

17 Mar 2017

Hæhæ,


við höfum farið mikið út þessa vikuna enda veðrið og aðstæður í garðinum alveg frábærar. Þá er mikilvægt fyrir krakkana að vera með allt í alls í hólfunum sínum svo það fari vel um þau úti. Krakkarnir hafa heldur betur þroskast og við heyrum svakalegan mun á málþroskanum hjá flestum þeirra :) Það er gaman og greinilega að koma vor. Þessa viku gerðu börnin líka fallegar myndir sem við hengdum upp inni á deild og má segja að þær hressi heldur betur upp á deildina enda eru þetta æðislegar myndir.


Góða helgi!