Jólaball og aðventukaffi

12 Des 2016

Sæl,

nk. föstudag, þann 16. desember höldum við jólaball fyrir börnin okkar í salnum. Við dönsum í kringum jólatréð, syngjum jólalög og börnin fá lítinn rúsínupakka til þess að gæða sér á. Þá væri gaman að börnin mæti í betri fötunum. Því miður verður ekki hægt að bjóða foreldrum á ballið sökum plássleysis en við munum taka myndir og setja á heimasíðuna. Ballið byrjar stundvíslega klukkan 9:00 og þá verða þeir sem ætla að taka þátt að mæta fyrir þann tíma.

Sama dag verður svo aðventukaffi klukkan 14:30. Þá er foreldrum boðið í heitt kakó og smákökur. Þetta er notaleg stund saman með börnunum okkar og því væri gaman að sjá sem flesta. Ömmur, afar og systkini eru hjartanlega velkomin líka. Sjáumst í jólaskapi á föstudaginn.