Góða helgi

02 Feb 2018

Komið sæl,

Nýr mánuður er genginn í garð og við höfum tekið hópastarfið algjörlega með trompi þessa vikuna!

Við höfum verið með hópastarf fjóra daga af fimm þar sem við höfum fengið tröppur að láni úr Grallaraherberginu, vatnslitað mörg málverk, lesið bækur eða haft það kósí með kodda og teppi.

Myndavélin hefur verið á lofti oftast og mun ég reyna að setja myndir af því öllu.

Góða helgi!
Kisukot