Allar myndir komnar á netið

24 Jan 2017

Sæl verið þið.

Þessa vikuna hefur heldur betur verið rólegt um að litast hjá okkur á Kisukoti enda mikið um veikindi. Hér herjar bæði hlaupabóla og gin og klaufa veiki á börnin. Ég nýtti tækifærið og setti allar myndirnar inn á netið og fór í annan undirbúning fyrir deildina. Það er svolítið skrítið að hafa svona fá börn en alveg dásamlegt að njóta tímans með þeim og ná að gefa þeim alveg 100% athygli allan daginn. Þau kunna líka að meta þetta enda svaka huggulegt að geta gengið í allt dótið þegar maður vill eða bara legið í fangið starfsmanns allan daginn ef út í það er farið.
En vonandi fara börnin að hressast fljótt og vel

Þetta er, eins og þið hafið séð á Facebook, síðasta vikan hennar Ástu Rósar. Við kveðjum hana á fimmtudaginn og þökkum henni fyrir gott samstarf.


Bestu kveðjur úr Kisukoti,

Sara